top of page

Rómaveldi Sundrast og Líður Undir Lok

Árið 284 komst Díócletíanus til valda í Rómaveldi (285-305). Hann var ættaður frá Illýríu, var af lágum stigum, gerðist ungur hermaður og braut sér leið til hinna æðstu valda. Við lok 3. aldar tókst honum að koma á ró og friði. Ekki var þó neitt frelsi í ríki hans. Öllu og öllum var stýrt að ofan af keisaranum og mönnum hans og til að borga embættismönnunum voru skattar mjög háir.



​Þegar Díócletíanus lagði niður völd (305 e. Kr.) hófust innanlandasstyrjaldir að nýju en þeim lauk með sigri Konstantínusar. Árið 330 flutti hann höfuðborg ríkisins frá Róm til Býsans við sundið milli Evrópu og Asíu og endurskírði borgina Konstantínópel (Borg 

Konstantíns). Að honum  látnum var ríkinu yfirleitt stjórnað af tveimur keisurum og eftir 395 er talað um tvö aðskilin ríki, Austrómverska og Vestrómverska ríkið. Austverska ríkið var miklu voldugra.



Í tímans rás höfðu germanskar þjóðir haldið áfram að ráðast á Rómaveldi. Stundum leyfðu Rómverjar germönskum þjóðum að setjast að innan ríkisins gegn því að verja landamærin gegn öðrum Germönum. Stöðugt fleiri Germanir voru teknir í rómverska herinn, en Rómverjar sjálfir voru orðnir of kærulausir til að stunda erfiða herþjónustu.



Í lok 4. aldar ruddust Húnar austan frá Asíu og inn í Evrópu og ráku Germani á undan sér. Síðan brustu allar stíflur á landamærum Vestrómverska ríkisins. Á nýársnótin 407 fóru Germanir yfir Rínarfljót á ís og ruddust inn í Gallíu. 

Nokkrum árum síðar flæddu Germanir líka yfir Ítalíu og rændu sjálfa Rómaborg. Heilu þjóðflokkarnir, menn, konur, og börn, tóku sig upp af löndum sínum og settust að um allt Vestrómverska ríkið, einnig í Afríku. Þetta hefur verið nefnt germönsku þjóðflutningarnir. Árið 476 var síðasta keisaranum í Róm steypt af stóli og þá segjum við gjarnan að fornöld ljúki.


 

​En austrómverska eða býsantíska ríkið stóð áfram. Allt fram á 15. öld spannaði það stóran hluta af Balkanskaga og Litlu-Asíu og þá blómstraði Konstantínópel enn meðan Róm var löngu hálf eydd og hrunin.

Lokaverkefni - Laugalækjarskóli

Francisco, Kári og Marinó - 10. U  

 

VENI, VIDI, VICI.

Ég kom, sá og sigraði.

Þessi skilaboð á Sesar að hafa sent heim eftir skjótfenginn sigur.

 

NON SCHOLAE SED VITAE DISCIMUS 

Við lærum ekki í skólanum heldur af lífinu.

Þessi setning er frá rómverskum rithöfundi og heimspekingi Seneca 

RÓMAVELDI 200 E. KR.

bottom of page