top of page

Júlíus Sesar

 

Árið 100 f.Kr. fæddist Gaius Júlíus Sesar í Subura í Róm. Faðir hans hét líka Gaius Júlíus Sesar og móðir hans Aurelia Cotta . Sesar var af júlíönsku ættinni sem var mjög virt ætt og hluti af yfirstétinni. Árið 60 f.Kr. bauð Sesar sig fram til að verða einn af tveim yfirmönnum Öldungadeildarinnar en þeir máttu aðeins gegna embætti í eitt ár í senn. Hann fékk peninga hjá Krassusi sem var einn ríkasti maður í Róm. Krassus átti slökkvifyrirtæki en ef það kviknaði í húsi gátu eigendurnir borgað honum til að slökkva eldinn. Sesar gerði líka bandalag við herforingjann Pompeius en þetta bandalag var kallað fyrsta þrímenningabandalagið. 

Árið 59 f.Kr þegar ár Sesars sem yfirmaður Öldungadeildarinar var liðið vildu óvinir hans í Öldungadeildinni að hann fengi  það verk að gæta skóga Rómar vegna þess að þannig fengi hann ekki stórar fylkingar og gæti ekki náð frægð og frama  en með hjálp þrímenningabandalagsins var hann gerður að landstjóra í suður Gallíu. Sesar fékk líka að vera í stjórn í fimm ár, sem var seinna lengt í tíu ár í staðinn fyrir venjulega eina árið. Á meðan hann var landstjóri tók hann yfir alla Gallíu og meiri hlutann  af  Bretlandi með herfylkingum sínum án fyrirskipunar eða leyfis frá Öldungardeildinni í Róm. Sesar passaði að menn sínir væru tryggir sér persónulega en ekki Róm.

 

Þegar árin hans sem landstjóri voru liðin var Pompeius orðinn yfirmaður Öldungardeildarinnar. Pompeius skipaði Sesar að koma aftur til Rómar og svara fyrir sig en hann var sakaður um samsæri gegn ríkisvaldinu og að hlýða ekki skipunum Öldungardeildarinnar . Í stað þess að fara og svara fyrir sig tók hann her sinn með sér. Þegar hann kom að Rubicon ánni stoppaði hann og sagði hin frægu orð „Teningunum hefur verið kastað“ og hóf borgarastyrjöld á móti Pompeiusi og ​Lýðveldi Rómar. Eftir að hafa sigrað Pompeius ákvað Sesar að fara til Spánar. Hann skyldi vinn sinn og frænda Marcus Antonius eftir til að stjórna Róm. Sesar  réðst á liðsforingja Pompeiusar og fór svo á eftir honum til Grikklands. Hann barðist við Pompeius hjá borginni  Dyrrhachium þar sem, eftir mikið mannfall á báðum hliðum, var samið um jafntefli en sagnfræðingar eru sammála að Pompeius hefði unnið ef bardaginn hefði haldið áfram.

 

​Seinna sama ár vann hann Pompeius við Pharsalus og flúði Pompeius  þá til Egyptalands. Á þeim tíma var borgarastyrjöld á milli valdhafanna í Egyptalandi, Ptolemys XII og systur hans Kleópötru VII. Í von um að fá Sesar til að hjálpa sér að vinna Kleópötru lét Ptolemy drepa Pompeius og færa Sesari höfuð hans sem gjöf. Þegar Sesar fékk höfuðið varð hann reiður vegna þess að honum fannst að hann ætti að drepa Pompeius.  Þegar Sesar  kom til Egyptalands var borgarastyrjöld í gangi, systkinin börðust um völdin. Sesar gekk í lið með Kleópötru og vann styrjöldina með henni. Sesar og Kleópatra giftust aldrei en þau eignuðust son saman sem hét Ptolemy Sesar.

Árið 48 f.Kr var Sesar gerður að einræðisherra í Róm og varð þá Róm orðin að óopinberu Keisaradæmi. Eftir að hafa 

eitt fyrstu mánuðunum árið 47 f.Kr í Egyptalandi fór hann til Mið-Austurlanda og  gjörsamlega tortímdi konungi Pontus, sem er hluti af Tyrklandi nútímans, og gerði það svo fljótlega að hann hæddist að sigrum Pompeiusar og sagði að þeir hefðu verið auðfengnir og ekki hetjulegir.

Þótt að Sesar var vinnsæll á meðal lægri stéttarinnar var hann ekki vinnsæll meðal Öldungarráðsins. Eftir það var hann gerður að einræðisherra í tíu ár. Öldungaráðið var þegar hér var komið sögu ekki annað en stimpill til að samþykkja lög Sesars. Þegar Sesar var gerður að einræðisherra á meðan hann lifði var Öldungaráðið komið með alveg nóg af honum. Margir í Öldungaráðinu voru óánægðir með þetta og vildu endurreisa lýðveldið. 15. mars 44f.Kr lögðu nokkrir fulltrúar í Öldungaráðinu til að bróðir Cimbers öldungardeildarmanns losnaði  úr útlegð. Þegar Sesar neitaði greip Cimber í öxlina hans og restin af mönnunum stungu hann 23 sinnum.

Lokaverkefni - Laugalækjarskóli

Francisco, Kári og Marinó - 10. U  

 

VENI, VIDI, VICI.

Ég kom, sá og sigraði.

Þessi skilaboð á Sesar að hafa sent heim eftir skjótfenginn sigur.

 

NON SCHOLAE SED VITAE DISCIMUS 

Við lærum ekki í skólanum heldur af lífinu.

Þessi setning er frá rómverskum rithöfundi og heimspekingi Seneca 

RÓMAVELDI 200 E. KR.

bottom of page