top of page

Fyrsti Keisari

                                                                                                                                                                                                                                                             

Eftir sigurinn á Antoníusi var Oktavíanus einvaldur í Rómaveldi. Þá er venjulega talið að rómverska lýðveldið sé úr sögunni og keisaraöldin hefjist. Öldungaráðið veitti Oktavíanusi sæmdarheitið Ágústus (hinn æruverðugi) og undir því nafni er hann gengið í sögunni. Á þeim tíma sem Ágústus var í stjórn í Róm þá áttu margar breytingar sér stað. Hin frjálsa ítalska bændastétt sem hafði verið kjarni rómverska hersins hvarf að miklu leyti úr sögunni þegar hið ódýra korn frá skattlöndunum tók að flytjast til Ítalíu. Í stað fastra ríkisherja komu þá leiguherir. Auk þess var nú Rómaveldi orðið heimsveldi og var alger ógerningur að stjórna því með sömu stofnunum og borgríkinu Róm. Slíku ríki varð fyrst og fremst að halda saman með járnhörðu hervaldi, því að hinar undirrokuðu þjóðir í skattlöndunum og hinn kúgaði þrælalýður um allt landið hugðu oft á 
 

 

Eftir víg Sesars varð ringulreið í Róm. Samsærismenn höfðu ætlað sér að ná í öllum völdum í borginni í sínar hendur en mikill hluti almennings var þeim svo fráhverfur að þeir sáu þann kost vænstan að fara frá Róm.


Völdin í Róm komust fyrst í hendur Antoníusar ræðismanns, sem hafði verið einn helsti stuðningsmaður Sesars. Hann var ör á fé og því vinsæll af mörgum. En brátt hófust miklar deilur með honum og öldungaráðinu. Á þessu tímabili kom Oktavíanus, systurdóttursonur Sesars og kjörsonur, til Rómar en hann hafði verið við nám í Balkanskaga. Sesar hafði í erfðaskrá sinni gert hann að einkaerfingja sínum.


Oktavíanus var aðeins 19 ára og brátt hófust miklar viðsjár milli þeirra Antoníusar og Oktavíanusar. En vegna viðbúnaðar samsærismanna í Austurlöndum urðu þeir Antoníus og Oktavíanus að semja frið og ganga í bandalag við Lepídus sem var einn af nánustu samstarfsmönnum Sesars. Þetta bandalag var seinna nefnt þremenningasambandið síðara (43 f. Kr.). 

Þremenningasambandið hóf grimmilegar ofsóknir gegn andstæðingum sínum í öldungaráðinu. Fjöldi þeirra var tekinn af lífi og eignir þeirra gerðar upptækar. Talið er að um þriðjungur öldungaráðsmanna hafi verið drepinn í þessu blóðbaði. Árið 43 f. Kr. fóru þremenningarnir til Austurlanda og börðust við Brútus og Kassíus (morðingjar Sesars) í Makedóníu. Þeir Brútus og Kassíus biðu ósigur og réðu sér bana. Eftir sigurinn í Makedóníu skipti Þremenningabandalagið Rómaveldið milli sín. Oktavíanus fékk Pýreneaskaga, Gallíu, Ítalíu og Íllýríu, Antoníus skattlöndin á Balkanskaga (nema Íllýríu)  og Vestur – Asíu, og Lepídus Afríku.

Í Austurlöndum komst Antoníus í kynni við Kleópötru Egyptalandsdrottningu og tók upp ástarsamband við hana. Árið 32 f. Kr. hófst aftur styrjöld milli Oktavíanusar og Antoníusar. Þau Antoníus og Kleópatra drógu saman mikið lið í Austurlöndum og haustið 31 varð úrslitaorusta milli þeirra og Oktavíanusar við Actíum á Vesturströnd Grikklands. Flotar þeirra áttust við og floti hans Oktavíanus sigraði. Eftir það gafst einnig meginhluti landhers þeirra Antóníusar og Kleópötru upp. Þau flýðu austur til Alexandríu, en árið eftir kom Oktavíanus með her sinn til Egyptalands. Þar varð lítið um varnir og þau Antoníus og Kleópatra réðu sér bana.

uppreisnir.  Herinn var því orðinn sú stofnun, sem eining ríkisins byggðist fyrst og fremst á, og helst svo alla keisaraöldina. Hann lést árið 14 e. Kr. og við tók Tíberíus stjúpsonur hans.

Lokaverkefni - Laugalækjarskóli

Francisco, Kári og Marinó - 10. U  

 

VENI, VIDI, VICI.

Ég kom, sá og sigraði.

Þessi skilaboð á Sesar að hafa sent heim eftir skjótfenginn sigur.

 

NON SCHOLAE SED VITAE DISCIMUS 

Við lærum ekki í skólanum heldur af lífinu.

Þessi setning er frá rómverskum rithöfundi og heimspekingi Seneca 

RÓMAVELDI 200 E. KR.

bottom of page