RÓMAVELDI
Fall Heimsveldis

Afnám Þrælahalds

Útbreiðsla Kristninnar
Hvernig stóð á því að Rómaveldi veiktist svo að Germanir gætu hertekið helming ríkisins? Við höfum þegar nefnt nokkrar orsakir. Hér á eftir koma fáeinar til viðbótar sem einnig skiptu máli:
Hrun Rómaveldis
Kristnir menn litu á hið heiðna ríki sem verkfæri illra afla. Þeir hundsuðu herþjónustu og má segja að þeir hafi óskað ríkinu hruns. Þeir grófu því á vissan hátt undan varnarmætti ríkisins og siðferðisþreki þjóðarinnar og þjónuðu þannig andstæðum ríkisins.
Á tímum hins langa friðar fækkaði þrælum ýmist vegna þess að þeim var veitt frelsi eða nýrra þræla var ekki aflað. Þegar skortur varð á ódýru vinnuafli þræla versnuðu kjör frjálsra manna.
Ríkiskerfi Díókletíanusar var virkt en krafðist svo gegndarlausrar skattheimtu af þegnunum að þeir misstu allan áhuga á velferð ríkisins. Víða var Germönum tekið sem frelsurum undan óþolandi ríki.
Rómverjar lifðu lengi um efni fram og fluttu meira inn en út. Mismunurinn var greiddur með gulli og silfri sem streymdi því út úr ríkinu. Þegar skortur varð á góðmálmum minnkaði innflutningur vöru og lífskjörin versnuðu.

Kerfiskreppa

Stöðugur Viðskiptahalli

Farsóttir og Eitranir

Skipting Heimsveldis
Rómaveldi var ekki bara skipt á landafræðilegan hátt heldur líka á menningarlegan hátt.
Vestrómverskaveldi féll langt á undan Austrómverska kannski vegna þess að Austrómverskaveldi hafði mest af íbúafjölda, betri her, meiri peninga og skilvirkari forysta.
Mannskæðar farsóttir herjuðu á Rómaveldi hvað eftir annað og ollu verulegri fólksfækkun. Önnur kenning en hæpnari er sú að íbúar borga hafi orðið fyrir hægri en langvarandi blýeitrun frá vatnsleiðslum borganna.
Dýpstu orsaka til hrörnunar Rómaveldis er að leita í siðferði fólksins, bárratu stéttanna, ólagi á verslun, harðstjórn embættismanna, þrúgandi sköttum og eyðandi styrjöldum.
En hvers vegna hefur vaknað svo mikill áhugi á orsökum að hruni Rómaveldis á okkar tímum? Ein skýring er eflaust sú að okkar tíma svipar um margt til lokaskeiðs Rómaveldis – stórar styrjaldir, félagsleg vandamál, ógnun við velferð þegnanna.
En við megum ekki gera of mikið úr samanburðinum. Okkar menning byggist á vísindum og iðntækni sem fólk í fornöld hefði ekki getað ímyndað sér. Við höfum því ýmsa möguleika til góðs og ills sem Rómverjar þekktu ekki.